FULLVALDA
6 daga retreat á Suður-Spáni
11.-17. apríl 2023
með Þórhildi / Sundur & Saman
Elsku hjartans vin!
Ég er svo spennt að bjóða þér á FULLVALDA Retreat í apríl hér á Suður-Spáni!
Það er mín einlæga köllun að leiða þetta rými fyrir þig til að finna hjarta þitt slá, heyra hátt og skýrt í rödd innsæis þíns og fá svör við mikilvægustu spurningum til að þú getir orðið FULLVALDA ÞÚ.
Ég vil miðla til þín mína dýrmætustu visku um það sem gerir gott samband við okkur sjálf, makann okkar og annað mikilvægt fólk og gefa þér tól til að þú getir gert hið sama.
Yfir 6 daga gerum við þetta saman með fyrirlestrum, hugleiðslum, öndunaræfingum, jóga, hreyfingu, léttum náttúrugöngum, dansi, nóg af djúpum samtölum og nægum frítíma til að njóta í sólinni og kyrrðinni.
Ég ætlast til þess að þú komir heim eftir þetta retreat með fullhlaðin batterí, opið hjarta og syngjandi sál.
Með meiri vissu um hver þú ert, hvað þú vilt og hvernig þú ætlar að láta það verða að veruleika!
Fullvalda.
Alveg eins og þú ert.
Þemun yfir dagana sex
Innri griðarstaður. Lending á staðnum og byggjum upp innra öryggi.
Lífið er leikur. Sleppum af okkur beislinu og fyllum okkur gleði og leik.
Kynorka er lífsorka. Sviptum hulunni kynorkunni á skemmtilegan hátt.
Innri grisjun. Sleppum takinu af því sem er ekki lengur að þjóna okkur.
Áttavitinn. Fáum skýrleika í hver gildin okkar eru og hvert við stefnum.
Hugrakka hjartað. Skapaðu þitt besta líf og fljúga af stað!
Praktísk atriði
Dagleg hreyfing: yoga eða styrktaræfingar
Hugleiðsla og öndunaræfingar
Dagsetningar: 11.-17 apríl
Play flýgur beint til Malaga 11. og 18.
Skutl til og frá flugvelli innifalið
Dásamlegt fjallaumhverfi fyrir utan Monda í Andalúsíu
Gisting í töfrandi húsnæði umkringd náttúru
Handbók til að læra, gera æfingar og glósa
Kvöldvaka öll kvöld
Um staðinn
Í fjallaumhverfi nálægt bænum Monda innst í dal umkringd aldingarði er Tierra Cosmica staðsett.
Nýuppgert aðsetur fyrir hópa í friðsælu náttúruumhverfi fullkomið fyrir lítinn hóp til að eiga ljúfa daga saman í vinnu og leik.
Los Cosmiqueros matreiða dásamlegan hollt grænmetisfæði (10 ára reynsla af retreat veitingum)
Nimrod Messeg listamaður hefur handsmíðað allt málmverk á staðnum sem setur vandvirkt töfrandi bragð á staðinn.
Gistiaðstaða á sama stað og námskeiðið fer fram (2-3 deila herbergi).
Þrjú baðherbergi og þrjár sturtur.
Sundlaug, infrarauð sauna og ísbað.
Til að skapa góða nýja hluti þurfum við að prófa nýja hluti og leyfa okkur að vaxa inn í nýja og betri útgáfu af okkur.
Það eru magnaðir hlutir sem gerast þegar við kúplum okkur almennilega út úr hversdagsleikanum og gefum okkur dýrmætan tíma til að vera við sjálf í töfrandi umhverfi með æðislegu fólki.
Það er tækifæri til að uppgötva og prófa nýjar hliðar á okkur sjálfum, stíga inn í nýja drauma og skilja eftir gamlar og úreltar útgáfur af okkur sjálfum.
Á þessum griðarstað í fjöllunum á Suður-Spáni vil ég bjóða þér að endurnæra þig á nýjan hátt, styrkja tenginguna við innsæið, leikgleðina og kynorkuna til að þú getir stígið næstu skref í að skapa þitt besta líf.
…og hrista af þér gömul mynstur sem eru ekkert að gera neitt gagn lengur!
Verð og skráning
Fullt verð 288 þúsund.
SNEMMSKRÁNINGARVERÐ gildir til og með 31. janúar
Snemmskráning - tilboðsverð og FRÍTT netnámskeið - umsagnir
Ef þú skráir þig núna í janúar færðu einnig aðgang að einstaklingsnámskeiðinu Þitt er valið sem byrjar 20. febrúar!
(Andvirði 66 þúsund)
6 vikna námskeið sem gefur þér innri auðæfi til að skapa stórkostlegt samband og er frábær undirstaða fyrir retreat-ið.
Netfyrirlestrar, facebook hópur og vikuleg umræðukvöld á zoom.
Lestu nánar um námskeiðið hér:
Umsagnir þátttakenda Þitt er valið:
"Dásamleg, skemmtileg, skilningsrík. Ótrúlega jákvæð en segir líka sína upplifun. Alveg sama hvað ég vildi ræða þá var hún ALLTAF tilbúin til að hlusta og ræða það sem þurfti að ræða."
"Þórhildur er yndisleg og mjög klàr á þessu sviði. Ég fékk miklu meira út úr prógramminu með henni heldur en “venjulegri” sambandsráðgjöf. Hún hjálpaði mér að opna hugan enn betur og sjá hlutina í heilbrigðara ljósi. Mér leið eins og ég gæti opnað mig strax fyrir henni í fyrsta samtali og fann aldrei fyrir skilningsleysi eða dómhörku. "
"Gott vont. Erfitt en svo gefandi. Námskeiðið var sniðið þörfum mínum (ég gat tekið úr því það sem hentaði mér). Fer “heim” ríkari og sáttari en þegar ég byrjaði."
"Það helsta sem ég lærði er að sjá sjálfan mig og mína hegðun á hreinskilnari hátt, sjá heildarmyndina betur og breyta viðhorfi og hugarfari til að uppfæra sjálfan mig"
SNEMMSKRÁNINGARVERÐ gildir til og með 31. janúar
222 þúsund staðgreitt eða
244 þúsund með greiðludreifingu. Hafðu samband við mig fyrir þennan möguleika.
Viltu heyra í mér fyrst? Mjög velkomið!
Ef þú ert með spurningar eða vangaveltur er þér hjartanlega velkomið að senda mér skilaboð eða panta stutt símtal með mér þar sem við getum kannað hvort þetta sé rétti valkosturinn fyrir þig núna.
Ég hlakka innilega mikið til að heyra frá þér og fá að þjóna þér eins og ég best get til að þú getir upplifað sem mesta gleði og ást í þessu lífi.
Ég hlakka innilega mikið til að heyra frá þér og fá að þjóna þér eins og ég best get til að þú getir upplifað sem mesta gleði og ást í þessu lífi.
Kærleikskveðja, Þórhildur